Plastsóun er stórt vandamál á heimsvísu og er 80% framleiðslunnar notaðar fyrir einnota umbúðir og hluti. Mikil offramleiðsla á sér stað á óþarfa plasti og ekki hefur tekist að þróa lausnir sem koma plasti í farsælan farveg sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Plast er urðað í stórum stíl, sent til orkubrennslu eða sleppur út í náttúruna, sem hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi, umhverfi og loftslag.
Neytendaplasti er skipt í sjö mismunandi flokka eftir gerðum. Hver flokkur hefur ólíka eiginleika og mismunandi bræðslumark og því er mikilvægt að endurvinna flokkana aðskylda, en ef flokkunum er blandað saman eru þeir ekki endurvinnanlegir. Því hefur Plastplan sérhæft sig í að endurvinna hvern einasta flokk og getur séð til þess að allar framleiddar vörur séu endurvinnanlegar aftur að líftíma loknum.Plastplan: Endurvinnsla, hönnun & fræðsla Kt: 580619-1770  - Sími: 856-9600, 847-1489  Eyjaslóð 9 ︎ ︎