Markmið Plastplan er að standa að raunverulegri endurvinnslu plastefna. Endurvinnslan felur í sér móttöku neytendaplasts og umbreytingu í nýja nytjahluti. Plastplan býr yfir tækjakosti og þekkingu til að taka á móti öllum flokkum plasts, plastið er kurlað niður og eru sérhannaðar vélar notaðar til að búa til nýja nytjahluti úr úrgangs plastinu. Sérstaða Plastplan felst í sveigjanleika með meðhöndlun plastefna og er fyrirtækið það eina sem endurvinnur neytendaplast hérlendis.

Samhliða endurvinnslu gegnir Plastplan mikilvægu fræðsluhlutverki og höfum við kappkostað að hafa endurvinnsluferlið opið almenningi. Plastplan hefur þróað endurvinnsluvélar fyrir grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og lagt áherslu á opnar vinnustofur þar sem gestum er boðin þáttaka í ferlinu.


Plastplan stefnir að því að vera leiðandi í umhverfismálum, með heilbrigða hringrás efna að leiðarljósi. Aðgengi að upplýsingum spila þar veigamikinn þátt og því viljum v ið efla samstarf við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem býðst að taka þátt í ferlinu með okkur, taka græn skref í rekstri og standa að raunverulegum breytingum.

Plastplan ehf var stofnað árið 2019 og að baki þess standa Björn Steinar og Brynjólfur Stefánsson. Starfsemin er staðsett að  Eyjaslóð 9, 101 Reykjavík, í fullbúnu málm-, tré- og plaststudio-i.

Björn er menntaður vöruhönnuður og hefur á undanförnum árum einblínt á umhverfis- og samfélagsleg verkefni. Fyrir störf sín hefur hann verið tilnefndur til Hönnunarverðlauna Íslands, unnið Grapewine Design Awards auk þess að hafa tvisvar verið valinn á lista áhrifamestu hönnuða heims. Björn hefur starfað við plastendurvinnslu á vegum samtakanna Precious Plastic í Hollandi, Kína og Íslandi frá árinu 2017. Brynjólfur hefur brennandi áhuga á umhverfis- og loftslagsmálum. Bakgrunnur hans liggur í tölvunar- og vélaverkfræði. Hafa þeir í sameiningu unnið að plastendurvinnsli frá árinu 2018.

Plastplan: Endurvinnsla, hönnun & fræðsla Kt: 580619-1770  - Sími: 856-9600, 847-1489  Bríetartún 13 ︎ ︎