Plastplan er í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem vilja vera leiðandi í samfélags- og umhverfismálum. Fyrirtækin eru valin af kostgæfni, aðilar sem sýna vilja í verki og leggja sitt af mörkum í umhverfismálum og um leið styrkja ímynd sína út á við.


Við upphaf samstarfs stendur Plastplan að fræðslu fyrir samstarfsaðila, þar sem farið er yfir mikilvægi plastendurvinnslu, mismunandi plastflokka, jákvæð umhverfisáhrif og einföld græn skref í rekstri.
Plast er sótt mánaðarlega, eða eftir samkomulagi, og í kjölfarið tekur við hönnun og vöruþróun í samstarfi við samstarfsaðila, sem er byggð upp á vettvangsrannsóknum og greiningu verkferla. Útkoma hönnunarferlisins eru nytjahlutir sem nýtast viðkomandi starfssemi, allt frá gírhjólum til blómapotta. Sérstaða samstarfsins felst í að hringrás plastúrgangs er tryggð og skilar Plastplan vanalega hönnuðum nytjahlutum skömmu eftir móttöku plastsins.

Samhliða plastendurvinnslu og vöruþróun miðlar Plastplan vönduðum ljósmyndum, myndböndum og textum sem samstarfsaðilar eru hvattir til að nýta í hverskonar umfjöllun sem kynningarefni eða á frétta- og samfélagsmiðlum.

Með farsælu samstarfi teljum við að hægt sé að miðla mikilvægum boðskað um samfélagslega ábyrgð og um leið sýna fordæmi í umhverfis- og auðlindamálum.Hægt er að senda fyrirspurnir á studio@plastplan.is
Plastplan: Endurvinnsla, hönnun & fræðsla Kt: 580619-1770  - Sími: 856-9600, 847-1489  Eyjaslóð 9 ︎ ︎