Höfuðstöðin er listasafn og menningarsetur byggt í kringum Chromo Sapiens verk Shoplifter Art / Hrafnhildar Arnardóttur. Hrafnhildur hefur um árabil verið einn fremsti samtímalistamaður Íslands, innsettningin var fyrst sýnd í íslenska skálanum á Feneyjar Tvíæringnum 2019.

Plastplan hönnuðu húsnæðið, innviði og húsgögn í samstarfi við arkitektinn Iwo Borkowicz, en rýmið var byggt í seinni heimsstyrjöldinni, þjónaði seinna tilgangi sem kartöflu geymslur.

Experimental og litrík hönnun rýmisins endurspeglar leikgleði verka Shoplifter og gefa safninu afslappað yfirbragð. Höfuðstöðin er multi functional listarými og kaffihús sem er ætlað fyrir allskonar viðburði; tónleika, vinnustofur, tískusýningar, sýningar og einkaviðburði og því var lögð rík áherlsa að mæta ólíkum þörfum á skemmtilegan hátt. Stór og létt lounge element virka eins og púsl sem er hægt að taka í sundur og raða saman á mismunandi hátt til að umbreyta rýminu á einfaldan hátt.

Rík áherlsa var lögð á að umhverfislega ábyrgð við hönnun Höfuðstöðvarinnar sem er að mestu framleidd úr endurunnu plasti. 1.520 kg af neytendaplasti var safnað og umbreytt í nýja húsgögn safnsins, allt frá stólum, borðum og loftljósum. 


    

→TIL BAKA Á FORSÍÐU


Plastplan ehf / Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík / studio@plastplan.is / 8569600 & 8471489 / 580619-1770