Plastplan hefur hafið samstörf við nokkur samfélags- og umhverfislega ábyrg fyrirtæki; A4, Íslenska Gámafélagið, Jungle, Krónuna, Ísbúð Vesturbæjar og Maul.
Í hverri viku sækjum við flokkað plast til samstarfsaðilanna og úr því framleiðum við sérhannaða nytjahluti sem hentar þjónustu eða framleiðslu samstarfsaðila okkar með tækjakosti sem við búum yfir í Bríetartúni. Þróunar, hönnunar og framleiðslustarfsemi fer fram í samráði við samstarfsaðila til að tryggja notagildi og sýnileika hönnunarinnr úr endurunna plastinu.
Með samstörfunum er stuðlað að hringrás plastefna í fyrsta skipti á Íslandi og samhliða staðið að mikilvægri fræðslu um að plast geti verið verðmætt hráefni þegar það er metið að verðleikum.








