1 of 4

Plastplan á í stöðugu samstarfi við níu framsækin fyrirtæki sem eru tilbúin til að taka auka græn skref í rekstri. Samstörfunum er ætlað að draga fram umhverfisávinning af hringrás plastefna og ennfremur að vera skemmtilegur og fræðandi vettvangur til að sýna spennandi lausnir í umhverfismálum.

Samstörfin eru ólík eins og þau eru mörg en öll byggða á sama grunni. Plastplan sækir plast vikulega til samstarfsaðila, flokka, þrífa og kurla plastið til að geta notað til framleiðslu skemmtilegra nytjahluta. Því næst hanna Plastplan afurðir sem henta starfsemi samstarfsaðila og standa að stöðugri framleiðslu afurðanna auk þess að aðstoða við kynningarstörf í tengslum við samstarfið.

Samstörfin stuðla að fullkominni hringrás plastefna og stuðla að mikilvægri fræðslu um að plast geti verið verðmætt hráefni þegar það er metið að verðleikum.